Tilgreinir hvernig farið er með áætlaðan VSK, það er að segja VSK sem er reiknaður en ekki gjaldfelldur fyrr en reikningur er greiddur. Það veltur á tegund áætlaðs VSK hvernig greiðsla skiptist í samræmi við upphæð reiknings (án VSK) og VSK-upphæðina sjálfa, svo og hvernig VSK-upphæðir eru fluttar af áætluðum VSK-reikningi á (gildan) VSK-reikning.

Athygli er vakin á því að reiturinn er sjálfkrafa stilltur á Auður. Þeim kosti má einungis breyta ef gátmerki er í reitnum Áætlaður VSK í glugganum Fjárhagsgrunnur.

Þeir kostir sem völ er á við meðferð skatta við bókun á greiðslum eru sem hér segir:

Valkostur Lýsing

Auður

Þessi kostur er valinn ef kerfinu er ekki ætlað að nota aðgerð vegna áætlaðs VSK í tengslum við þá samsetningu um er að ræða.

Prósenta

Þegar þessi kostur er valinn verða VSK- og reikningsfjárhæðir í réttu hlutfalli við greiðsluprósentu þeirrar reikningsupphæðar sem eftir stendur. Greidd VSK-upphæð færist af reikningi áætlaðs VSK á VSK-reikning.

Fyrsta

Þegar þessi kostur er valinn taka greiðslur fyrst til VSK og síðan reikningsupphæða. Þegar svo vill til verður upphæð sem flutt er af reikningi áætlaðs VSK á VSK-reikning jöfn upphæð greiðslu uns VSK er greiddur að fullu.

Síðasta

Þegar þessi kostur er valinn taka greiðslur fyrst til reikningsupphæðar og síðan VSK. Í því tilviki flyst engin upphæð af reikningi áætlaðs VSK fyrr en heildarupphæð reikningsins hefur verið greidd, að VSK undanskildum.

Fyrst (fullgreitt)

Þegar þessi kostur er valinn taka greiðslur fyrst til VSK (eins og í valkostinum Fyrst en engin upphæð flyst á VSK-reikning fyrr en VSK er greiddur að fullu.

Síðast (fullgreitt)

Þegar þessi kostur er valinn taka greiðslur fyrst til reikningsupphæðar (eins og í valkostinum Síðast ) en engin upphæð flyst á VSK-reikning fyrr en VSK er greiddur að fullu.

Ábending

Sjá einnig